Far­sælt frumút­boð Oddity Tech, móður­fyrir­tæki snyrti­vöru­fyrir­tækisins Il Makia­ge, gefur fjár­festum vestan­hafs vonir um að fleiri séu á leiðinni.

Oddity setti 12,1 milljón hluti í sölu og nam sölu­and­virði þeirra 424 milljónir Banda­ríkja­dala. Út­boðs­gengið var um 35 Banda­ríkja­dalir og var mikil eftir­spurn í út­boðinu. Gengi Oddity stendur nú í um 50 Banda­ríkja­dölum í dag sem gerir markaðs­virði þess um 3 milljarða dala.

Frumút­boð í Banda­ríkjunum hafa verið í mikilli lægð síðast­liðna 18 mánuði en nú virðist sem að markaðurinn sé til­búinn í að taka við fleiri fyrir­tækjum.

Hluta­bréf í Banda­ríkjunum hafa verið á upp­leið síðast­liðnar 52 vikur, verð­bólgan hefur lækkað niður í 3% og fjár­festar eru byrjaðir að fjár­festa í á­hættu­samari bréfum.

Fjárfestar bíða eftir fyrirtækjum

Sam­kvæmt Daniel Burton- Morgan, yfir­manni hluta­bréfa- og fjár­mála­markaða hjá Bank of America veltur fram­haldið al­gjör­lega á því hvort fyrir­tæki vilji fara á markað þar sem fjár­festar og fé sé meira en til­búið að taka við þeim.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hafa sprota­fyrir­tæki í Banda­ríkjunum að­lagast markaðs­að­stæðum og mörg hver dregið úr kostnaði og hugað að því að verða arð­bær mun fyrr en áður.

Í septem­ber mun breska hálf­leiðar­a­fram­leiðandinn Arm fara á markað en markaðs­virði fyrir­tækisins er talið vera um 50 milljarða Banda­ríkja­dala.