Hátt vaxtastig í Bandaríkjunum hefur gert það að verkum að það er talsvert óhagstæðara að kaupa fasteign frekar en að leigja um þessar mundir, samkvæmt nýrri greiningu alþjóðlega matsfyrirtækisins CBRE.
Mánaðarlegar afborganir af nýjum fasteignalánum eru nú 52% hærri en mánaðarleg leiga og hefur munurinn aldrei verið meiri. Greining fyrirtækisins nær aftur til ársins 1996 en lengst af hafði nokkuð jafnvægi verið á milli leiguverðs og afborgana af fasteignalánum.
Þó voru sveiflur í kringum efnahagshrunið 2008 en um mitt ár 2006 voru mánaðarlegar afborganir af fasteignarlánum 33% hærri en mánaðarleg leiga. Milli 2010-2020 var þó að meðaltali 12% ódýrara að eiga heldur en að leigja.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði