Meira 300 manns keyptu flugmiða hjá ástralska flugfélaginu Qantas á fyrsta farrými (e. first-class) frá Ástralíu til Bandaríkjanna á 85% afslætti. Fólkið borgaði tæplega 300 þúsund fyrir miða, sem átti að kosta um 1,8 milljónir.
Meira 300 manns keyptu flugmiða hjá ástralska flugfélaginu Qantas á fyrsta farrými (e. first-class) frá Ástralíu til Bandaríkjanna á 85% afslætti. Fólkið borgaði tæplega 300 þúsund fyrir miða, sem átti að kosta um 1,8 milljónir.
Á fyrsta farrými hjá Qantas fær fólk drykki að vild, getur pantað sér mat af matseðli og lagt sig í rúm á leiðinni en flug frá Ástralíu til vesturstrandar Bandaríkjanna tekur um 13 til 14 klukkustundir. Fljótlega kom í ljós að þetta tilboð var of gott til að vera satt. Flugfélagið hafði gert mistök þegar tilboðið var sett á heimsíðu þess.
Qantas er með fyrirvara við öll tilboð á vefsíðu sinni, þar sem skýrt kemur fram að ef um mistök sé að ræða fái fólk endurgreitt. Flugfélagið hefur hins vegar boðið fólkinu sem greiddi fyrir miðann á fyrsta farrými að fá í stað miða á viðskiptafarrými (e. business-class), sem kostar venjulega um milljón krónur.