Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir Vinstri græna vera að endurskilgreina orðin „meðalhóf í stjórnsýslu“ með því að heimila ekki veiðar á langreyðum degi fyrir áður en vertíðin átti að hefjast.
„Þeir eru með þessu að prófa sig áfram með það hversu langt þeir geta gengið. Ef þetta heldur áfram svona og þeir verða látnir komast upp með það er voðinn vís fyrir atvinnulífið,” segir Kristján í samtali viðMorgunblaðið.
„Það sem hér er á ferðinni er að öfgafullur kommúnisti stjórnar matvælaráðuneytinu og virðist hata allt nema ríkisrekstur. Hún er greinilega að máta sig við nýja stjórnarhætti. Það er að mínu mati með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skuli hafa afhent henni matvælaráðuneytið,“ bætir Kristján við.
Verkalýðsfélag Akraness hefur boðað til opins fundar í kvöld á Akranesi og sendi Vilhjálmur Birgisson formaður boð á Svandísi Svavarsdóttur matvælaræðaherra, þingmenn kjördæmisins og alla þingflokksformenn til að gera grein fyrir afstöðu sinni í málinu.
Líkt og kunnugt ákvað Svandís að stöðva veiðar á langreyðum til 31. ágúst, á þriðjudaginn út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra.