Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., segir Vinstri græna vera að endur­skil­greina orðin „meðal­hóf í stjórn­sýslu“ með því að heimila ekki veiðar á lang­reyðum degi fyrir áður en ver­tíðin átti að hefjast.

„Þeir eru með þessu að prófa sig á­fram með það hversu langt þeir geta gengið. Ef þetta held­ur á­fram svona og þeir verða látn­ir kom­ast upp með það er voðinn vís fyr­ir at­vinnu­lífið,” segir Kristján í sam­tali viðMorgun­blaðið.

„Það sem hér er á ferðinni er að öfga­full­ur komm­ún­isti stjórn­ar mat­væla­ráðu­neyt­inu og virðist hata allt nema rík­is­­rekst­ur. Hún er greini­­lega að máta sig við nýja stjórn­ar­hætti. Það er að mínu mati með ó­lík­ind­um að Sjálf­­stæðis­­flokk­ur­inn og Fram­­sókn­ar­­flokk­ur­inn skuli hafa af­hent henni mat­væla­ráðu­neytið,“ bætir Kristján við.

Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness hefur boðað til opins fundar í kvöld á Akra­nesi og sendi Vil­hjálmur Birgis­son for­maður boð á Svan­dísi Svavars­dóttur mat­vælaræða­herra, þing­menn kjör­dæmisins og alla þing­flokks­for­menn til að gera grein fyrir af­stöðu sinni í málinu.

Líkt og kunnugt á­kvað Svan­dís að stöðva veiðar á lang­reyðum til 31. ágúst, á þriðju­daginn út frá megin­mark­miðum laga um vel­ferð dýra.