Tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að Gold­man Sachs fór á markað sam­hliða sögu­legu frumút­boði árið 1999. David Solomon, for­stjóri Gold­man Sachs, hóf störf hjá fjár­festinga­bankanum sama ár en sam­kvæmt LEX skoðana­pistli Financial Times var Solomon dug­legur að minna á­heyr­endur á þessa stað­reynd á fjár­festa­fundi á mánudaginn.

Sam­kvæmt upp­gjörinu jókst hagnaður fjár­festingar­bankans á öðrum árs­fjórðungi um 150% frá sama tíma­bili í fyrra og nam 3 milljörðum dala.

Þrátt fyrir að af­koma bankans var um­fram væntingar grein­enda skrifar LEX að upp­gjörið eigi ekkert í upp­gjöri bankans á út­boðs­árinu.

Fjár­festinga­banka­starf­semi Gold­man Sachs jókst dug­lega á síðustu þremur mánuðum og er af­koman af henni um 27% betri á fyrri helmingi árs en í fyrra.

Hins vegar var árs­á­vöxtun á eigin fé um 11% sem hlut­fall af rekstrar­kostnaði og launum. „Í þá gömlu góðu daga á árinu 1999 var hlut­fallið 31%“ skrifar LEX.

Mikil­vægur munur á árinu 1999 og nú er að Seðla­banki Banda­ríkjanna hefur hert eigin­fjár­kröfur banka veru­lega eftir efna­hags­hrunið 2008.

Þegar Gold­man Sachs birti fyrsta árs­hluta­upp­gjörið sitt eftir skráningu var eigið fé bankans að­eins 8 milljarðar dala á móti 245 milljörðum dala í eignum.

Skuld­setningar­hlut­fall bankans var 31%. Í dag er eigið fé bankans 119 milljarðar og skuld­setningar­hlut­fallið er 14%.

Eitt hefur þó ekki breyst með árunum og það er að Gold­man Sachs er enn leiðandi á heims­vísu þegar kemur að fjár­festingar­banka­starf­semi og verð­bréfa­við­skiptum.

Hins vegar hafa fjár­hags- og reglu­gerðar­vand­ræði hamlað sókn bankans á síðustu árum. Gold­man á­kvað ný­verið að mót­mæla niður­stöðu á­lags­prófs Seðla­banka Banda­ríkjanna sem sýndi að fjár­festinga­bankinn gæti þurft að binda meira eigið fé, sem myndi draga úr mögu­leikum bankans á endur­kaupum og arð­greiðslum.

Gold­man Sachs hefur eytt síðustu árum í að reyna stilla sér upp sem fjár­festinga­banki auðugra ein­stak­linga sem og stærsta eigna­stýringar­fyrir­tæki heims. Bankinn er nú með eignir að verð­mæti 3 billjónir (e. trillion) í stýringu.

Fortíðarþrá forstjórans skiljanleg

Á fjár­festa­fundi gær­dagsins viður­kenndi Solomon að arð­semi eigin fjár væri enn að­eins um 10% og lýsti hann stöðu bankans þannig að hann væri „á ferða­lagi að fyrir­heitinni á­vöxtun“

Á fyrsta við­skipta­degi eftir skráningu Gold­man rauk hluta­bréfa­verð fjár­festinga­bankans úr 53 dölum í 73 dali á einum tíma­punkti en það gaf til kynna að hlut­fall bók­færðs virðis og markaðs­virðis væri ná­lægt 5x.

Í dag er hlut­fallið 1,5x en miðað við nú­verandi fjár­mála- og efna­hags­um­hverfi telst það ekki slæmt en að mati LEX út­skýrir þetta kannski for­tíðar­hyggju for­stjórans á fjár­festa­fundinum.

David Solomon, forstjóri Goldman Sachs.
© epa (epa)