Á meðan mörg íslensk fyrirtæki hafa tekið upp styttingu vinnuvikunnar hefur öfug þróun átt sér stað í Suður-Kóreu. Að því er segir í frétt New York Times hafa fjölmörg áberandi fyrirtæki þar í landi beðið framkvæmdastjóra um að lengja vinnudaginn og í sumum tilfellum taka upp sex daga vinnuviku en einhverjir spá því að lengingin muni brátt ná til undirmanna og smærri fyrirtækja.

Á meðan mörg íslensk fyrirtæki hafa tekið upp styttingu vinnuvikunnar hefur öfug þróun átt sér stað í Suður-Kóreu. Að því er segir í frétt New York Times hafa fjölmörg áberandi fyrirtæki þar í landi beðið framkvæmdastjóra um að lengja vinnudaginn og í sumum tilfellum taka upp sex daga vinnuviku en einhverjir spá því að lengingin muni brátt ná til undirmanna og smærri fyrirtækja.

Samkvæmt vinnumarkaðslöggjöf Suður-Kóreu er hámark vinnustunda á viku 52 klukkustundir, þar af 12 í yfirvinnu, en ákvæði þess efnis var aðeins lögfest árið 2018. Þá var fyrst kveðið á um fimm daga vinnuviku árið 2004. Verkalýðsforkólfar telja að úrelt vinnustaðarmenning sé enn of áberandi í Suður-Kóreu.