Fyrir rúmum þremur vikum síðan gaf Bjarni Herrera út bókina Supercharging Sustainability. Bókin er á ensku og er hún ætluð alþjóðlegum markaði en Bjarni á langan feril að baki þegar kemur að sjálfbærnimálum.

Bókin sjálf var um tvö ár í vinnslu en í henni deilir Bjarni þekkingu sinni á því hvernig hægt sé að byggja upp sjálfbærari framtíð. Hann vann bókina samhliða stjórnunarstörfum fyrir CICERO Shades of Green og S&P Global.

Fyrir rúmum þremur vikum síðan gaf Bjarni Herrera út bókina Supercharging Sustainability. Bókin er á ensku og er hún ætluð alþjóðlegum markaði en Bjarni á langan feril að baki þegar kemur að sjálfbærnimálum.

Bókin sjálf var um tvö ár í vinnslu en í henni deilir Bjarni þekkingu sinni á því hvernig hægt sé að byggja upp sjálfbærari framtíð. Hann vann bókina samhliða stjórnunarstörfum fyrir CICERO Shades of Green og S&P Global.

„Ég var stöðugt að lenda í því að fólk var að biðja mig um að mæla með einhverri bók sem fjallaði um sjálfbærnimál. Það eru til margar bækur um málefnið en mér fannst vanta einhverja bók sem tæki utan um öll sjálfbærnimál, þannig ég ákvað að skrifa eina svoleiðis sjálfur,“ segir Bjarni.

Hann segir að bókin sé ekki skrifuð fyrir sjálfbærnisérfræðingana, heldur fyrir almenning, starfsfólk fyrirtækja og fólk á öllum stigum lífsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.