Ofurstinn Susannah Meyers, yfir­maður Pi­tuffik-geimstöðvarinnar á Græn­landi, hefur verið leyst frá störfum vegna meintrar and­stöðu við stefnu Donalds Trumps for­seta í kjölfar heimsóknar JD Vance vara­for­seta til eyjarinnar.

Sam­kvæmt bandaríska varnar­málaráðu­neytinu var brott­reksturinn til­kominn vegna „skorts á trausti til for­ystu­hæfni“ Meyers, en málið hefur vakið tölu­verða at­hygli vegna eðlis brotsins sem snýr að því að hafa, að mati ráðu­neytisins, gert lítið úr stefnu for­setans og brotið gegn valda­keðjunni innan hersins.

Gagn­rýndi af­stöðu vara­for­setans í opin­berum pósti

Til­efni brott­rekstursins var tölvupóstur sem Meyers sendi öllum starfsmönnum stöðvarinnar skömmu eftir heimsókn JD Vance. Þar fjallaði hún um gagn­rýni vara­for­setans á Dan­mörku og Græn­land, og sagði þau sjónar­mið ekki endur­spegla viðhorf her­stöðvarinnar.

Ofurstinn Susannah Meyers, yfir­maður Pi­tuffik-geimstöðvarinnar á Græn­landi,
Ofurstinn Susannah Meyers, yfir­maður Pi­tuffik-geimstöðvarinnar á Græn­landi,

„Ég ætla mér ekki að skilja pólitík nútímans, en það sem ég veit er að þau sjónar­mið sem vara­for­seti Vance lýsti á föstu­dag endur­spegla ekki viðhorf Pi­tuffik Space Base,“ sagði í póstinum, sam­kvæmt frétt Financial Times.

Að auki undir­strikaði hún að fánar Bandaríkjanna, Dan­merkur og Græn­lands myndu áfram blakta við hún á stöðinni – þvert á þá ímynd sem skapaðist af heimsókn vara­for­setans, þar sem hann gagn­rýndi norrænt sam­starf opin­ber­lega.

Pentagon: „Ekki liðið að grafa undan stefnu for­setans“

Sean Parnell, aðal­sam­skipta­stjóri varnar­málaráðu­neytisins, stað­festi brott­reksturinn og sagði á X (áður Twitter):

„At­hafnir sem grafa undan valda­keðjunni eða stefnu for­seta Trumps verða ekki liðnar innan varnar­málaráðu­neytisins.“

Hann birti jafn­framt hlekk á um­fjöllun þar sem póstur Meyers var greindur og túlkaður sem and­staða við stjórn­mála­lega stefnu for­seta og vara­for­seta.

Sam­kvæmt yfir­lýsingu hersins verður hers­höfðingjum gert að viðhafa hlut­leysi og forðast að taka þátt í pólitískum deilum – sér­stak­lega í opin­berum sam­skiptum innan stofnana.

Brott­rekstur Meyers er sagður endur­spegla vaxandi spennu milli Hvíta hússins og banda­lags­ríkja í Evrópu.

Donald Trump hefur ítrekað lýst vilja sínum til að eignast Græn­land frá Dan­mörku – jafn­vel með her­valdi – og viðræður við Græn­land og Dan­mörku hafa verið stirtar.

Bæði ríkin hafa ítrekað að framtíð eyjarinnar sé al­farið í höndum Græn­lendinga sjálfra.