Í um­sögn til stjórn­valda um áform um at­vinnu­stefnu Ís­lands til ársins 2035 leggur Ís­teka ehf. áherslu á að at­vinnulíf framtíðarinnar þurfi stöðugt og ein­falt starfs­um­hverfi.

Fyrir­tækið varar sér­stak­lega við ófyrir­sjáan­leika og að stjórn­völd gangi lengra en þörf er á í reglu­setningu, sem geti letjað fjár­festingar og vaxtar­mögu­leika.

Ís­teka fram­leiðir virkt lyfja­efni (API) til að bæta fram­leiðni og vel­ferð búfjár sem dregur jafn­framt úr kol­efnis­fót­spori í nútíma­land­búnaði. Af­urðir Ís­teka eru fram­leiddar úr blóði stóðhryssna.

„Fjárútlát hins opin­bera í átaks­verk­efni í at­vinnu­greinum geta verið rétt­lætan­leg til skamms tíma. Það er hins vegar ekki eðli­legt að arðbærar at­vinnu­greinar geti sótt fé í sam­eigin­lega sjóði ár frá ári og þær séu þannig allt að því á opin­beru fram­færi,” segir í um­sögninni sem Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, skrifar undir.

Í um­sögninni segir að ís­lensk stjórn­völd hafi í sumum til­vikum tekið upp evrópskar reglu­gerðir með meiri íþyngjandi hætti en nauð­syn krefur.

Sér­stak­lega er nefnt að ákvörðun fyrr­verandi mat­vælaráðherra um að fella blóðtöku úr hryssum undir reglur um til­rauna­dýra­hald hafi skapað óvissu í at­vinnu­grein sem byggir á ára­tuga­langri reynslu og eftir­liti.

Félagið bendir á að slíkur ófyrir­sjáan­leiki sé meðal helstu ástæðna þess að bændur veigri sér við að hefja blóðtöku, sem er for­senda fyrir aukinni hátækni­lyfja­fram­leiðslu og út­flutnings­tekjum Ís­teka.

„Málm­húðun Evrópu­reglu­gerða og annars reglu­verks Ís­lendinga felst í því að við göngum lengra en okkur ber og skyn­sam­legt er að gera, m.a. út frá sam­keppnis­sjónar­miðum. Ákvörðun fyrr­verandi mat­vælaráðherra um að fella af­urða­fram­leiðslu­grein eins og blóðnytjarnar undir Evrópu­reglu­gerð um til­rauna­dýra­hald er eitt dæmi þessa. At­vinnu­greinin byggist á gagn­reyndri að­ferðafræði en ekki til­raunum. Lífs­gæði og lífs­lengd nytja­hryssna eru eins ólík því sem raun­veru­leg til­rauna­dýr mega vænta og verið getur.”

Ís­teka telur að at­vinnulífið þurfi ein­falt og gagnsætt reglu­verk fremur en sértækar, flóknar að­gerðir sem mis­muni at­vinnu­greinum. Opin­ber fjár­fram­lög eigi að nýtast til átaks­verk­efna til skamms tíma en ekki til þess að halda arðbærum at­vinnu­greinum uppi til lengri tíma.

Jafn­framt segir í um­sögninni að skýrar leik­reglur á vinnu­markaði og að­gengi að menntun á öllum æviskeiðum séu lykil­at­riði til að auka fram­leiðni og verðmæta­sköpun til framtíðar.

„Stjórn­völd eiga að hvetja til arðbærrar og fjöl­breyttrar fram­leiðslu á vörum og þjónustu innan­lands. Hvatar ættu að jafnaði að felast í gagnsæju og ein­földu reglu­verki svo að sköpunar­krafturinn geti nýst sem best í það sem mestu máli skiptir. Hverfa skyldi al­farið frá reglu­verki sem tak­markar sam­keppnis­hæfi landsins. Forðast skyldi sértækar, flóknar og hand­stýrðar að­gerðir á vinnu­markaði eins og dæmi eru um, en leggja meiri áherslu á að tryggja al­menn ákvæði um laun og vinnutíma í við­eig­andi og sterkri vinnulöggjöf fyrir vinnu­markaðinn í heild.”

Ís­teka nefnir sem dæmi að út­flutnings­tekjur félagsins hafi fimm­faldast frá 2014 og nema tæpum tveimur milljörðum króna á ári.

„Ekki er óraun­hæft að álykta að á næstu 10 árum til 2035 geti út­flutnings­velta Ís­teka aftur fimm­faldast og numið um 10 milljörðum króna. Það er þó að hluta til háð því að stjórn­völd leggi ekki að óþörfu stein í götu félagsins.”