Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 1,88% í við­skiptum dagsins og lokaði í 2419,88 stigum.

Vaxtarfélögin Amaroq, Ocu­lis og Al­vot­ech leiddu hækkanir sem gæti verið merki um að áhættu­fælni fjár­festa sé aðeins að dvína eftir að Trump frestaði tollum sínum um 90 daga.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech fór upp um rúm 5% í 93 milljón króna við­skiptum á meðan gengi Amaroq og Ocu­lis fór upp um rúm 4%.

Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.110 krónur, Amaroq 131,5 krónur og Ocu­lis 2.160 krónur.

Hluta­bréfa­verð Haga hækkaði einnig um 4% í 168 milljón króna við­skiptum.

Gengi fjár­festingafélagsins Skeljar hækkaði um rúm 3% líkt og gengi Arion banka.

Hluta­bréf út­gerðarfélagsins Brims voru þau einu sem lækkuðu um meira en 1% í við­skiptum dagsins er gengi félagsins fór niður um 1,2% í 12 milljón króna veltu.

Heildar­velta á markaði var 2,1 milljarður.