Fjar­skipta­fyrir­tækinu Hringdu ehf. er óheimilt að af­henda skatt­rannsóknar­stjóra upp­lýsingar um notanda og stað­setningu tengda ákveðinni IP-tölu, að því er segir í ákvörðun Fjar­skipta­stofu.

Ákvörðunin var tekin eftir að Hringdu ehf. leitaði til Fjar­skipta­stofu vegna beiðni skatt­rannsóknar­stjóra um upp­lýsingar um til­tekinn notanda.

FST taldi að beiðnin fælli ekki undir þær undan­tekningar sem fjar­skiptalög nr. 70/2022 gera ráð fyrir varðandi að­gang að fjar­skipta­gögnum.

Fjar­skiptalögin heimila að fjar­skipta­gögn séu af­hent einungis lög­reglu eða ákæru­valdi í þágu sakamála­rannsókna, og þá að jafnaði með dómsúr­skurði.

FST komst að þeirri niður­stöðu að skatt­rannsóknar­stjóri hefði ekki stöðu eða heimild sem lögin kveða á um, og að því væri ekki um sjálf­stæða heimild að ræða til að óska eftir slíkum upp­lýsingum.

Í ákvörðuninni vísaði FST bæði til inn­lendra og er­lendra laga um friðhelgi einkalífs og fjar­skipta­leynd.

Stofnunin benti á að Evrópu­dómstóllinn hafi ítrekað lagt áherslu á að að­gangur stjórn­valda að fjar­skipta­gögnum verði að byggja á skýrum laga­heimildum og vera tak­markaður og nauð­syn­legur.

FST taldi að al­mennar reglur persónu­verndar­laga um gagnaöflun myndu ekki rétt­læta undanþágu frá sértækari ákvæðum fjar­skipta­laga um vernd fjar­skipta­gagna.

Ákvörðunin undir­strikar mikilvægi þess að halda í viður­kennda fram­kvæmd og lög í ís­lenskum fjar­skiptarétti þegar kemur að vernd persónu­upp­lýsinga, að því er segir á vef FST.