Stóru kerfis­lega mikil­vægu bankarnir vestan­hafs byrja að skila árs­hluta­upp­gjörum í vikunni en von er á upp­gjörum frá JP­Morgan Chase, Citigroup og Well Far­go á föstudaginn.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal verða augu fjár­festa á þó nokkrum hlutum en þar á meðal er ó­inn­leyst tap bankanna.

Sam­kvæmt gögnum Inni­stæðu­tryggingar­sjóðs (FDIC) eru bankarnir með um 517 milljarða dala ó­inn­leyst tap á bókunum sínum sem er um 71 þúsund milljarðar ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt til­kynningu frá FDIC í maí er ó­inn­leysta tapið „ó­venju hátt“ og hefur verið í næstum tvö ár.

Stóru kerfis­lega mikil­vægu bankarnir vestan­hafs byrja að skila árs­hluta­upp­gjörum í vikunni en von er á upp­gjörum frá JP­Morgan Chase, Citigroup og Well Far­go á föstudaginn.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal verða augu fjár­festa á þó nokkrum hlutum en þar á meðal er ó­inn­leyst tap bankanna.

Sam­kvæmt gögnum Inni­stæðu­tryggingar­sjóðs (FDIC) eru bankarnir með um 517 milljarða dala ó­inn­leyst tap á bókunum sínum sem er um 71 þúsund milljarðar ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt til­kynningu frá FDIC í maí er ó­inn­leysta tapið „ó­venju hátt“ og hefur verið í næstum tvö ár.

Á­stæðuna má rekja til þess að bankarnir keyptu mikið af ríkis­skulda­bréfum og sér­tryggðum skulda­bréfum meðan vextir vestan­hafs voru lágir og inni­stæður miklar vegna CO­VID-19.

Þegar Seðla­banki Banda­ríkjanna byrjaði að hækka vexti árið 2022 lækkaði virði bréfanna tölu­vert.

Flestir bankanna munu ekki þurfa selja bréfin og inn­leysa þannig tapið nema þeir lendi í tölu­verðum vand­ræðum.

Óinnleyst tap/hagnaður banka í Bandaríkjunum.
Óinnleyst tap/hagnaður banka í Bandaríkjunum.
© Skjáskot (Skjáskot)

Til að mynda var það á­stæðan fyrir því að Silicon Vall­ey Bank fór á hausinn en bankinn neyddist til að losa sig við tölu­vert magn af sér­tryggðum skulda­bréfum á af­sláttar­kjörum sem olli mikilli ó­kyrrð á markaðnum.

Bankinn fór á hausinn nokkrum dögum síðar.

Sam­kvæmt greiningar­aðilum vestan­hafs ætti ekki að vera mikill breyting á ó­inn­leystu tapi bankanna á öðrum árs­fjórðungi enda endaði á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa til tíu ára á sama stað í lok fjórðungsins og í lok fyrsta fjórðungs.