Gengi bréfa Ölgerðarinnar hækkuðu mest í dag eða um 2,68% í 63 milljóna króna viðskiptum. En félagið tilkynnti fyrsta ársfjórðungsuppgjör í gær en félagið hagnaðist um 521 milljón króna á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsárs félagsins. Þá hefur það hækkað um 11,8% frá fyrsta viðskiptadegi.
Sjá einnig: Ölgerðin hagnast um hálfan milljarð
Hagar kynntu einnig fyrsta ársfjórðungsuppgjör fjárhagsárs félagsins í gær. En félagið hagnaðist um 926 milljónir króna á tímabilinu mars til maí samanborið við 727 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. En gengi bréfa félagsins hækkuðu um 1,15% í 279 milljón króna viðskiptum í dag.
Sjá einnig: „Umtalsvert betri afkoma“ hjá Olís
Heildarvelta nam 1,8 milljörðum króna og hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,32%. Af 22 skráðum félögum voru átta græn eftir viðskipti dagsins en fimm voru rauð.
Þá fór gengi Skel niður um 3,61% í 590 þúsund króna viðskiptum og lækkaði þar með mest í dag. Gengi bréfa félagsins stendur í 16 krónum á hlut og hefur hækkað um 1,27% á síðastliðnum mánuði.
Á First North markaði lækkaði gengi bréfa Alvogen um 4% í 29 milljóna króna viðskiptum og hefur það ekki mælst lægra frá skráningu en félagið var skráð á First North markað í síðustu viku. Þá hefur gengið lækkað um tæp 10% frá fyrsta viðskiptadegi.