Hlutabréf Ölgerðarinnar hafa lækkað um 9,1% frá upphafi októbermánaðar og hafa ekki verið lægri frá því í ársbyrjun. Gengið stendur nú 16,1 og hefur félagið lækkað um 1,23% það sem af er degi.
Bréfin lækkuðu í aðdraganda birtingar uppgjörsins sem var birt 10 október.
Í uppgjörinu kom fram að hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,4 milljörðum króna en félagið hagnaðist um 2,2 milljarða á sama tímabili í fyrra.
EBITDA félagsins nam 2,7 milljörðum króna á fyrri árshelmingi samanborið við 3,09 milljarða í fyrra sem jafngildir um 12% lækkun á milli ára.