Hluta­bréfa­verð Öl­gerðarinnar hækkaði um rúm 3% í 307 milljón króna við­skiptum í dag.

Dagsloka­gengi Öl­gerðarinnar var 18,7 krónur en gengið hefur verið að niður­leið síðustu daga eftir árs­hluta­upp­gjör í síðustu viku.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu Öl­gerðarinnarí morgun hefur félagið undir­ritað sam­komu­lag um helstu skilmála kaupa á 100% hlut í Gæða­bakstri ehf.

Heildar­virði við­skiptanna er 3.454 milljónir króna og að frá­dregnum vaxta­berandi skuldum er áætlað kaup­verð félagsins á af­hendingar­degi um 2.700 milljónir króna.

Öl­gerðin hyggst reka Gæða­bakstur sem sér­stakt félag innan sam­stæðunnar. Þá verður Vil­hjálmur Þor­láks­son áfram fram­kvæmda­stjóri Gæða­baksturs.

Gengi Eim­skips hækkaði einnig í við­skiptum dagsins er gengi gáma­flutningafélagsins fór upp um tæp 4% í 438 milljón króna við­skiptum.

Dagsloka­gengi Eim­skips var 470 krónur sem er um 22% hærra en fyrir mánuði síðan.

Fjárfestar vongóðir um loðnu?

Út­gerðarfélögin Brim, Síldar­vinnslan og Ís­félagið hækkuðu einnig öll á bilinu 1,5-2,5% í við­skiptum dagsins en Haf­rannsóknar­stofnun er nú í loðnu­leit við Ís­lands­strendur.

Sam­kvæmt Fiskifréttum Við­skipta­blaðsins hefur fundist fín loðan í leiðangri Hafró en óvíst er með magnið.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,91% og var heildar­velta á markaði 5,4 milljarðar.