Úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 0,78% í 3,2 milljarða króna veltu í Kaup­höllinni í dag.

Öl­gerðin leiddi lækkanir á markaði en fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör í gær­kvöldi sem sýndi um 20% hagnaðar­sam­drátt á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Stjórn­endur Öl­gerðarinnar á­kváðu að lækka af­komu­spá fyrir fjár­hags­árið 2024 (1. mars 2024 – 28. febrúar 2025). Áður út­gefin af­komu­spá gerði ráð fyrir EBITDA á bilinu 5,1–5,5 milljörðum króna en stjórn­endur gera nú ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9–5,3 milljörðum.

Helstu for­sendur í upp­færðri spá eru sagðar fyrir­sjáan­leg minni um­svif seinni hluta fjár­hags­ársins.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 0,78% í 3,2 milljarða króna veltu í Kaup­höllinni í dag.

Öl­gerðin leiddi lækkanir á markaði en fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör í gær­kvöldi sem sýndi um 20% hagnaðar­sam­drátt á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Stjórn­endur Öl­gerðarinnar á­kváðu að lækka af­komu­spá fyrir fjár­hags­árið 2024 (1. mars 2024 – 28. febrúar 2025). Áður út­gefin af­komu­spá gerði ráð fyrir EBITDA á bilinu 5,1–5,5 milljörðum króna en stjórn­endur gera nú ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9–5,3 milljörðum.

Helstu for­sendur í upp­færðri spá eru sagðar fyrir­sjáan­leg minni um­svif seinni hluta fjár­hags­ársins.

Gengi Öl­gerðarinnar lækkaði um 3,6% í um 67 milljón króna veltu. Dagsloka­gengið var 16,2 krónur og hefur ekki verið lægra síðan í febrúar.

Hluta­bréfa­verð Öl­gerðarinnar hefur þó enn hækkað um rúm 9% á árinu.

Hluta­bréfa­verð Síldar­vinnslunnar lækkaði einnig um 3,5% í 73 milljón króna við­skiptum.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá hefur Pétur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðar­fé­lagsins Vísis í Grinda­vík, verið að selja bréf sín í Síldar­vinnslunni en hann hefur selt hluti fyrir 281 milljón á síðustu tveimur vikum.

Hluta­bréfa­verð Brims lækkaði síðan um 3% í 56 milljón króna við­skiptum.

Gengi Sýnar lækkaði um 2,5% í ör­við­skiptum en gengi fjar­skipta- og fjöl­miðla­fé­lagsins hefur nú lækkað um 36% á árinu. Dagsloka­gengið var 30,2 krónur.