Hluta­bréfa­verð málm­leitar­fé­lagsins Amaroq leiddi hækkanir á markaði í dag en gengi fé­lagsins hefur hækkað um 8% það sem af er ári.

Gengi Amaroq hækkaði mest allra skráðra fé­laga í fyrra en gengið fór upp um 53%. Eftir um 2% hækkun á markaði í dag hefur gengi fé­lagsins hækkað um 58% síðast­liðið ár.

Hluta­bréf í Öl­gerðinni, sem hækkuðu um 46% í fyrra, fóru einnig upp um 2% í við­skiptum dagsins. Hluta­bréfa­verð Öl­gerðarinnar hefur hækkað um rúm 9% það sem af er ári og hækkað um 53% síðast­liðið ár.

Markaðurinn var rauð­glóandi um tíu­leytið í morgun eftir fyrstu við­skipti dagsins en á­ætla má að titringur í kjara­við­ræðum SA og breið­fylkingar stærstu stéttar­fé­laga landsins hafi haft þar á­hrif.

Gengi helstu hluta­bréfa tók þó við sér yfir daginn og tók úr­vals­vísi­talan OMXI 15 á 1,4% við­snúning og endaði daginn á 0,7% hækkun.

Festi og Icelandair leiddu lækkanir í Kaup­höllinni en gengi beggja fé­laga fór niður um 1,5%.