Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri sem þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum.

„Ákvörðunin hefur legið fyrir í nokkurn tíma en fyrr í dag gerði ég þingflokki okkar grein fyrir henni,“ segir Óli Björn í grein á vef Sjálfstæðisflokksins.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri sem þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum.

„Ákvörðunin hefur legið fyrir í nokkurn tíma en fyrr í dag gerði ég þingflokki okkar grein fyrir henni,“ segir Óli Björn í grein á vef Sjálfstæðisflokksins.

Hann segir að í starfi sínu sem þingmaður hafi hann byggt á hugmyndafræði og lífssýn sjálfstæðisstefnunnar um mannhelgi einstaklingsins - að andlegt og efnahagslegt frelsi sé frumréttur hvers og eins. „Og það hefur á stundum reynt á þolrifin.“

Óli Björn segir að fram undan séu mikilvægar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt á brattann að sækja en hafi náð vopnum sínum aftur.

„Ég mun gera mitt til að tryggja góðan árangur. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að fylgja hugmyndum eftir af ástríðu og sannfæringu. Sýna staðfestu í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins og fullveldi landsins. Þeirri baráttu legg ég lið í öflugri bakvarðarsveit Sjálfstæðismanna um allt land.“