Brent Norðursjávarolía hefur hækkað um 2,5% í dag í kjölfar flugskeytaárásar Írana á Ísrael. Bandarísk hlutabréf hafa lækkað vegna aukins ótta um stríð fyrir botni Miðjaðarhafs.

Hækkunin varð mest 6% á olíuverðinu en hefur gengið að nokkru leyti til baka. Ástæðan er sú að Ísraelar telja að aðgerðum Írana sé lokið.

Brent Norðursjávarolía hefur hækkað um 2,5% í dag í kjölfar flugskeytaárásar Írana á Ísrael. Bandarísk hlutabréf hafa lækkað vegna aukins ótta um stríð fyrir botni Miðjaðarhafs.

Hækkunin varð mest 6% á olíuverðinu en hefur gengið að nokkru leyti til baka. Ástæðan er sú að Ísraelar telja að aðgerðum Írana sé lokið.

Sömu sögu er að segja af Wall Street. Nasdaq lækkaði mest um 2% en lækkunin stendur nú í 1,2%. S&P 500 hefur lækkað um 0,7% en Dow Jones hefur nánast staðið í stað.

Í dag voru hins vegar ánægjulegar fréttir af verðbólgu í Evrópu. Verðbólgan fór undir 2% viðmið evrópska seðlabankans, í fyrsta sinn í þrjú ár.