ADQ, ein af þjóðarsjóðum furstadæmisins Abú Dabí, á í viðræðum um kaup á Marriott Edition-hótelinu við hlið Hörpu, fyrsta fimm stjörnu hótelinu á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga alls um 43% hlut í hótelinu og íslenskir einkafjárfestar um 27%, hvort tveggja í gegnum fjárfestingarfélagið Mandólín.

Þá eiga erlendir fjárfestar um 30% hlut í gegnum hollenskt eignarhaldsfélag. Hótelið var formlega í október 2021 en upphaflega var ráðgert að það yrði opnað sumarið 2018. Framkvæmdirnar hafa reynst dýrari og tímafrekari en ráðgert var í upphafi, meðal annars vegna heimsfaraldursins.

Þjóðarsjóðir Abú Dabí fjárfesta tekjum furstadæmisins af olíu og gasvinnslu í gegnum nokkra þjóðarsjóði. Fjárfestingar furstadæmisins í gegnum þjóðarsjóði eru þær þriðju umsvifamestu í heimi á eftir Noregi og Kína.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði