Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í dag vegna framvirka samninga en fjárfestar virðast vera gíra sig upp fyrir OPEC+ (Samtök olíuflutningslanda og bandamenn þeirra) fundinn um helgina.
Vestur Texas hráolíuverðið hækkaði um 1,7% og stendur olíutunnan í um 71.32 Bandaríkjadölum
Brent hráolíuverð hækkaði einnig um 1,7% og fer olíutunnan í 75.53 Bandaríkjadali
Verð á Nymex hráolíu fór upp um 1,6% og kostar gallon af hráolíu 2,4 Bandaríkjadali.
Ef litið er á vikuna í heild er Brent olía og Vestur Texas hráolía að falla um tvö prósent eftir verðhrun í maí. Ástæður þess eru taldar eiga rætur sínar að rekja í mögulegt greiðslufalls bandaríska ríkisins.
Eftir að öldungadeildinni samþykkti hækkun skuldaþaksins í gær fór áhugi fjárfesta hratt að snúast um OPEC+ fundinn en vonir standa til dregið verði úr framleiðslu eftir fundinn.