Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi eftir að Sádi Arabía ákvað að draga olíuframleiðslu sína saman um milljón tunnur á dag í júlímánuði.
Tilkynningin kemur eftir sjö klukkutíma langan fund OPEC+ ríkjanna (olíuframleiðsluríki og bandamenn þeirra) í gær. Nokkur olíuframleiðsluríki ætla fylgja fordæmi Sádanna.
Um 40% af allri hráolíu heimsins kemur frá OPEC+ löndunum og hefur ákvörðun sem þessi mikil áhrif á heimsvarmarkaðsverð á olíu.
Verð á Brent hráolíuverð hækkaði um 2,4% á Asíumarkaði áður en verði náði stöðugleika í um 77 Bandaríkjadölum á tunnu. Tunnan kostaði 75 Bandaríkjadali fyrir helgi.
Olíuverð hefur tekið kipp í morgunsárið. Tunna af Brent kostar tæpa 80$ eftir >2% hækkun. Ástæðan: OPEC+ tilkynnti um 1ma tunna/dag lækkun á framleiðslu aðildarríkja frá og með júlí. 1/4https://t.co/bdbv7Q7P99 pic.twitter.com/Ek3hO8JCVN
— Jón Bjarki (@JBentsson) June 5, 2023
Í október sl. ákváðu OPEC+ ríkin að draga úr framleiðslu um tvær milljón tunnur á dag. Í apríl var ákveðið að draga enn frekar úr framleiðslu og síðan aftur í gær.
Að mati The Wall Street Journal má búast við því að verðið á Vestur Texas hráolíu og á Brent hráolíu hækki mikið. Mælir dagblaðið með sex hlutabréfum fyrir fjárfesta til að nýta sér hækkunina.