Verð á framvirkum samningum með Brent hráolíu hefur hækkað um meira en 2,5% í viðskiptum dagsins. Í frétt Reuters segir að hækkunina megi að stórum hluta rekja til væntinga um frekari framleiðsluskerðingu hjá OPEC+ ríkjunum á komandi vikum.
Verð á framvirkum samningum með tunnu af Brent-hráolíu hafa hækkað um meira en 2 dollara í dag og stendur nú í 82,8 dollurum. Til samanburðar hafði verðið lækkað nokkuð í nóvember og var undir 78 dollurum á fimmtudaginn síðasta.
Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC+ eru með til skoðunar að skerða frekar olíuframleiðslu á næsta fundi sínum á sunnudaginn, 26. nóvember, samkvæmt heimildarmönnum Retuers.
Sádi Arabía, Rússland og aðrir meðlimir OPEC+ höfðu þegar heitið því að draga úr framleiðslu um sem nemur samtals 5,16 milljónum tunna á dag, eða um 5% af daglegri olíueftirspurn á heimsvísu, frá seinni hluta síðasta árs.