Olíuverð hefur fallið um meira en 3 dali á tunnu í dag og stefnir nú í lækkun aðra vikuna í röð eftir áhyggjur um minni eftirspurn í Kína og frekari stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters.

Fyrir rúmri viku greindi Reuters frá því að nokkur kínversk olíuhreinsunarfyrirtæki hafi dregið úr verulega úr pöntunum fyrir desembermánuð, m.a. vegna fjölgun Covid-smita.

Verð á tunnu af Brent olíu stendur nú í kringum 86,6 dali og hefur ekki verið lægra frá því að það fór niður í 85,8 dali í lok september.

Reuters hefur eftir einum miðlara á olíumarkaðnum að fáir geri ráð fyrir miklum olíuverðshækkunum á næstunni. Hins vegar séu einungis þrjár vikur í að sölubann Evrópusambandsins á rússneska hráolíu taki gildi og því gæti „olíuverð endað árið með hvelli“.