Heims­markaðs­verð á olíu hefur mjakast upp á við í dag eftir en von er á OPEC+ ríkin komi saman síðar í vikunni. Fundur ríkjanna átti að eiga sér stað um helgina en var frestað á síðustu stundu.

Hrá­olía Vestur-Texas hefur hækkað um 0,9% og stendur tunnan í 75,5 dölum um þessar mundir sam­kvæmtThe Wall Street Journal. Brent hrá­olía hefur hækkað um 0,7% og stendur tunnan í 80,6 dölum.

Heims­markaðs­verð á olíu hefur mjakast upp á við í dag eftir en von er á OPEC+ ríkin komi saman síðar í vikunni. Fundur ríkjanna átti að eiga sér stað um helgina en var frestað á síðustu stundu.

Hrá­olía Vestur-Texas hefur hækkað um 0,9% og stendur tunnan í 75,5 dölum um þessar mundir sam­kvæmtThe Wall Street Journal. Brent hrá­olía hefur hækkað um 0,7% og stendur tunnan í 80,6 dölum.

Sam­kvæmt heimildum WSJ var ó­eining meðal olíu­ríkja um að halda á­fram fram­leiðslu­skerðingum til að halda olíu­verði háu en ríki eins og Sádi-Arabía og Rúss­land hafa stór­grætt á skerðingunum.

Olíu­verð hefur hins vegar lækkað síðast­liðna mánuði en á­hyggjur fjár­festa um versnandi efna­hags­á­stand og þar af leiðandi minni eftir­spurn eftir olíu hefur þar á­hrif.