Hráolíuverð hefur hækkað talsvert í dag eftir að Líbía, eitt aðildarríkja Opec, sagðist ætla að stöðva tímabundið nær allri olíuframleiðslu og útflutning vegna átaka þar í landi.

Verð á tunnu af Brent hráolíunni fór upp í 81,58 dollara í dag og hafði þá ekki verið hærra í rúmar tvær vikur. Verð á Brent Crude tunnu stendur í 81,14 dollurum, sem samsvarar 2,7% dagshækkun, þegar fréttin er skrifuð.

Hráolíuverð hefur hækkað talsvert í dag eftir að Líbía, eitt aðildarríkja Opec, sagðist ætla að stöðva tímabundið nær allri olíuframleiðslu og útflutning vegna átaka þar í landi.

Verð á tunnu af Brent hráolíunni fór upp í 81,58 dollara í dag og hafði þá ekki verið hærra í rúmar tvær vikur. Verð á Brent Crude tunnu stendur í 81,14 dollurum, sem samsvarar 2,7% dagshækkun, þegar fréttin er skrifuð.

Stjórnvöld í austanverðri Líbíu tilkynntu í dag að olíuvinnslusvæði á stjórnsvæði sínu yrði lokað tímabundið en gáfu ekki upp hvenær framleiðslan myndi hefjast á ný.

Dótturfélag ríkisolíufyrirtækisins National Oil Corp (NOC) gaf það út að það hygðist draga hægt og rólega úr framleiðslu og varaði við því að framleiðslan myndi nær alfarið dragast saman. Félagið bar fyrir sig mótmæli og þrýsting.

Í umfjöllun Reuters segir að verði olíuframleiðsla í austanverðri Líbíu stöðvuð þá yrði El Feel í suðvesturhorni landsins eina starfandi olíuvinnslusvæðið en framleiðsla þar hljóðar upp á 130 þúsund tunnur á dag. Til samanburðar var heildarframleiðsla í Líbíu um 1,18 milljónir tunna á dag í júlí samkvæmt OPEC.

Átökin í Líbíu hafa stigmögnuðust fyrr í mánuðinum eftir að vopnaðir menn réðust inn í höfuðstöðvar seðlabankans í Trípólí á mánudaginn í síðustu viku til að þvinga seðlabankastjórann Seddik al-Kabir til að víkja frá störfum. Starfsemi seðlabankans lagðist í kjölfarið niður.

Seðlabankinn í Líbíu er eini alþjóðlega viðurkenndi vörsluaðili fyrir tekjur af olíuvinnslu, sem er ein tekjulind þjóðarinnar.