Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) sendi í morgun út skipun til flugfélaga um að aflýsa eða fresta öllum innanlandsflugum til að gera stofnuninni kleift að koma svokölluðu NOTAM kerfi, sem m.a. varar flugmenn og áhöfnum um hugsanlegar hættur, í lag. WSJ greinir frá.

United Airlines tilkynnti í morgun að það hefði frestað öllum innanlandsflugum vegna málsins. American Airlines sagði í tísti að öll flugfélög hefðu orðið fyrir röskunum.

Upplýsingafulltrúi FAA sagði að stofnunin væri að vinna í að koma NOTAM kerfinu aftur í lag. FAA væri að ljúka lokaprófunum á kerfinu.

Gagnaveitan Cirium sagði að alls hafi 21.464 flug frá bandarískum flugvöllum verið á skrá í dag. Þau samsvara um 2,9 milljónum sæta.