Ef farið er yfir máls­með­ferð sam­runa­mála hér á landi og hún borin saman við þá fram­kvæmd sem við­höfð var innan Evrópu­sam­bandsins og í Noregi á tíma­bilinu 2017-2023 kemur í ljós að Ís­land er í al­gjörum sér­flokki.

Þetta kemur fram í grein Heið­rúnar Lindar Mar­teins­dóttur, fram­kvæmda­stjóra SFS, og Maríu Kristjáns­dóttur, lög­manns á Lex lög­manns­stofu,í Við­skipta­blaðinu í dag.

Á tíma­bilinu 2017 – 2020 í Noregi og ESB fóru um 2-3% til­kynntra sam­runa færð í svo­kallaðan fasa II, sem felur í sér lengri máls­með­ferð, á meðan hlut­fallið hér á landi var að meðal­tali tæp 44%.

„Þá vakti einnig at­hygli að Sam­keppnis­eftir­litið hér á landi hafði til af­greiðslu fleiri mál í fasa II öll fjögur árin sem skoðuð voru en sú stofnun sem fór með lög­sögu á hinum stóra sam­eigin­lega innri markaði ESB. Í þessu ljósi sér­stak­lega töldum við ríkt til­efni til tafar­lausrar endur­skoðunar á máls­með­ferð sam­runa­mála hér á landi,” skrifa Heið­rún og María.

Sé litið til meðal­tals liðinna fimm ára, þ.e. tíma­bilið 2019-2023, þá voru 37% til­kynntra sam­runa færðir í hina lengri máls­með­ferð hér á landi. Á sama tíma var þetta hlut­fall tæp­lega 2% hjá ESB og 3,7% í Noregi.

Á öllum fimm árunum hefur ís­lenska Sam­keppnis­eftir­litið haft fleiri sam­runa til með­ferðar í fasa II heldur en bæði ESB og Noregur, þrátt fyrir að land­fræði­legt gildis­svið sam­keppnis­yfir­valda og fólks­fjöldi á þessum tveimur stöðum eru langtum stærri en hér á landi.

„Öllum má vera ljóst að þessu þarf að breyta. Ekki að­eins eru það hags­munir við­skipta­lífsins að kaup og sala fyrir­tækja og rekstrar­eininga gangi skjótt fyrir sig, heldur hafa neyt­endur ekki síður af því hags­muni að sam­keppni sé virk og dýnamísk.”

Á­skrif­endur geta lesið ítar­lega grein Heið­rúnar og Maríu um langa máls­með­ferð Sam­keppnis­eftir­litsins og hvað veldur henni hér.