Bandaríska Ólympíunefndin hefur kært orkudrykk Logan Paul og KSI, Prime, fyrir meint vörumerkjabrot. Því er haldið fram að Prime noti setningar og tákn frá Ólympíuleikunum í sérstakri útgáfu drykkjarins.

Nefndin er ekki með samning við Prime um notkun vörumerkisins og segir að eigendur hafi vísvitandi brotið gegn vörumerkjalögum. Fyrirtækið hefur haldið áfram að markaðssetja vöruna þrátt fyrir stöðvunarbréf frá nefndinni.

Bandaríska Ólympíunefndin hefur kært orkudrykk Logan Paul og KSI, Prime, fyrir meint vörumerkjabrot. Því er haldið fram að Prime noti setningar og tákn frá Ólympíuleikunum í sérstakri útgáfu drykkjarins.

Nefndin er ekki með samning við Prime um notkun vörumerkisins og segir að eigendur hafi vísvitandi brotið gegn vörumerkjalögum. Fyrirtækið hefur haldið áfram að markaðssetja vöruna þrátt fyrir stöðvunarbréf frá nefndinni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem drykkurinn er gagnrýndur en fyrirtækið hefur verið ásakað um að beina markaðssetningu sinni að börnum og hafa sumir skólar í Bretlandi bannað neyslu drykkjarins.

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Chuch Schumer kallaði eftir rannsókn á vörumerkinu fyrr í þessum mánuði vegna mikils koffíninnihalds í orkudrykknum. Logan Paul og KSI segja hins vegar að þeir uppfylli allar kröfur og reglur í þeim löndum sem þeir starfa í.