Ómar Svavars­son hefur komist að sam­komu­lagi við stjórn Secu­ritas um starfs­lok eftir að hafa gegnt starfi for­stjóra frá júlí 2017.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Secu­ritas en þar segir að hann láti strax af dag­legum störfum en verður fé­laginu innan handar þar til eftir­maður hans hefur verið ráðinn.

Ómar Svavars­son hefur komist að sam­komu­lagi við stjórn Secu­ritas um starfs­lok eftir að hafa gegnt starfi for­stjóra frá júlí 2017.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Secu­ritas en þar segir að hann láti strax af dag­legum störfum en verður fé­laginu innan handar þar til eftir­maður hans hefur verið ráðinn.

„Ég vil þakka Ómari fyrir gott sam­starf síðustu 7 árin og óska honum vel­farnaðar á nýjum vett­vangi. Fé­lagið hefur vaxið og dafnað í hans for­stjóra­tíð og hefur þess á meðal flutt í nýjar höfuð­stöðvar og far­sæl­lega tekist á við ýmsar á­skoranir,“ segir Guð­laug Krist­björg Kristins­dóttir stjórnar­for­maður Secu­ritas í til­kynningu.

Jóhann Gunnar Jóhanns­son fjár­mála­stjóri Secu­ritas tekur við hlut­verki for­stjóra þar til fram­tíðar for­stjóri hefur verið ráðinn.