Greg Becker, fyrrverandi bankastjóri Silicon Valley Bank sem sigldi í þrot í mars segir engan banka hafa getu til að lifa af annað eins „fordæmalaust“ áhlaup og bankinn sem hann stýrði lenti í.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu hans sem gefin var út áður en hann kom fyrir þingnefnd í vikunni til að ræða fall bankans.

Þar kemur jafnframt fram að innistæðueigendur hafi tekið út um 42 milljarða dala úr bankanum daginn fyrir fall hans. Að auki hafi staðið til að taka út um 100 milljarða dala sama dag og eftirlitsaðilar gripu í taumana og lögðu hald á eignir bankans.

Alls námu úttektirnar sem framkvæmdar voru eða fyrirhugaðar um 80% af heildarinnlánum bankans.