Seðlabanki Kanada lækkaði stýrivexti sína í dag um 0, 5 prósentur, úr 3,75% í 3,25%, í samræmi við væntingar markaðsaðila. Þetta er önnur punkta vaxtalækkun bankans í röð til að reyna að styðja við aukinn hagvöxt.
Kanadíski seðlabankinn er nú búinn að lækka stýrivexti sína um samtals 1,75 prósentur frá því að vaxtalækkunarferli hans hófst í júní.
Tiff Macklem, seðlabankastjóri Kanada, gaf til kynna að til kynna að bankinn muni á næstunni fara hægar í að losa um taumhald peningastefnunnar og að ákvörðun um mögulega vaxtalækkanir verði teknar fyrir hverju sinni.
Þá varaði hann við að áformaðir tollar Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, á innflutning frá Kanada skapi verulega mikla óvissu í kanadíska hagkerfinu, að því er segir í frétt Reuters.
Hagvöxtur í Kanada mældist 1% á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi og var undir spám bankans. Seðlabankinn hefur varað við að hagvöxtur á fjórða ársfjórðungi og árinu 2025 gæti einnig orðið undir spám, m.a. vegna horfa um minni aðflutning fólks.
Verðbólga í Kanada mældist 2%, við markmið seðlabankans.