Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er enn með til skoðunar ákveðna þætti í framgöngu annarra fjármálafyrirtækja en Íslandsbanka í tengslum við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum í fyrra. Stendur sú athugun enn yfir samkvæmt svörum frá Seðlabankanum.

Sem kunnugt er þá hefur Íslandsbanki fallist á að greiða um 1,2 milljarða sekt samhliða sátt við Fjármálaeftirlitið sem gerir alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að þátttöku í útboðinu að hálfu bankans. Er þetta hæsta sekt í slíku máli fram til þessa.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er enn með til skoðunar ákveðna þætti í framgöngu annarra fjármálafyrirtækja en Íslandsbanka í tengslum við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum í fyrra. Stendur sú athugun enn yfir samkvæmt svörum frá Seðlabankanum.

Sem kunnugt er þá hefur Íslandsbanki fallist á að greiða um 1,2 milljarða sekt samhliða sátt við Fjármálaeftirlitið sem gerir alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að þátttöku í útboðinu að hálfu bankans. Er þetta hæsta sekt í slíku máli fram til þessa.

Seðlabankinn gefur ekkert annað upp í svari sínu að athugun á fleiri þáttum útboðsins öðrum en þeim sem lúta að þætti Íslandsbanka standa enn yfir.

Leiðrétting: Í upphaflegu fréttinni birtist listi yfir söluráðgjafa í útboðinu. Þar kom meðal annars fram að Arion og Kvika hafi verið meðal söluráðgjafa en það er ekki rétt. Sá listi var rangur og er beðist velvirðingar á því. Um var að ræða lista yfir söluráðgjafa í fyrsta útboðinu á bréfum Íslandsbanka.