Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech sagði upp á annan tug starfsmanna í dag. Benedikt Stefánsson, forstöðumaður samskiptasviðs staðfestir þetta við Vísi en segist ekki vera með nákvæma tölu yfir fjölda starfsmanna sem sagt var upp svo stöddu.

Uppsagnirnar náðu bæði til starfsmanna Alvotech sem starfa hér á landi og erlendis. Flestir starfsmannanna störfuðu hins vegar hér á landi.

Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech sagði upp á annan tug starfsmanna í dag. Benedikt Stefánsson, forstöðumaður samskiptasviðs staðfestir þetta við Vísi en segist ekki vera með nákvæma tölu yfir fjölda starfsmanna sem sagt var upp svo stöddu.

Uppsagnirnar náðu bæði til starfsmanna Alvotech sem starfa hér á landi og erlendis. Flestir starfsmannanna störfuðu hins vegar hér á landi.

Sögðu upp fimmtán manns í janúar

Þetta er önnur hópuppsögn Alvotech á árinu en félagið sagði upp fimmtán starfsmönnum þvert á deildir í lok janúar. Fyrirtækið gaf það út að uppsagnirnar tengdur áherslubreytingu á nokkrum sviðum.

„Þetta er hluti af eðli­legu breytingaferli, við erum auðvitað mjög dýnamískt fyrir­tæki. Verk­efni breytast og til dæmis er verið að auka afköst í lyfjafram­leiðslunni,“ sagði Bene­dikt við Viðskiptablaðið í lok janúar.

„Við réðum 29 manns í janúar og 15 manns eru að kveðja þannig að heildarfjöldi starfsmanna dregst ekki saman.“

Um 1.050 starfs­menn starfa hjá Al­vot­ech og tæp 80% þeirra starfa á Ís­landi.