Olíu­ríkin í Opec+ hafa á­kveðið að af­lýsa fundi sínum í Vínar­borgar sem átti að fara fram í næstu viku. Fulltrúar olíuríkjanna ætla þess í stað að hittast á fjar­fundi þann 2. júní, sam­kvæmt Financial Times.

Að mati sér­fræðinga á olíu­markaði þýðir þetta lík­legast að ráðandi öfl í olíu­ríkjunum hafi nú þegar komið sér saman um fram­leiðslu­skerðingar til þess að þrýsta upp olíuverði á heimsvísu.

Á fjar­fundinum í byrjun júni munu olíu­ríkin á­kveða hvernig olíu­fram­leiðslu verður háttað út árið. Að sögn FT hefur engin opin­ber á­stæða verið gefin fyrir því af hverju fundurinn fer núna fram gegnum veraldar­vefinn fremur en í lifanda lífi.

Heimildar­menn FT telja þó að heisla Sal­man konungs Sádi-Arabíu spili ein­hvern þátt í ákvörðuninni en hann er 88 ára og sagður vera glíma við heilsu­brest.

Sonur hans, Abdu­laziz bin Sal­man, er stjórnar­for­maður OPEC.

OPEC+ ríkin, sem Rúss­land og Sádi Arabía leiða, hafa einungis komið saman til fundar tvisvar frá því að heims­far­aldur CO­VID-19 hófst en framleiðsluskerðingar ríkjanna í fyrra ýtti olíuverði töluvert upp á við, áður en það náði jafnvægi undir lok árs.