Gervigreindarfyrirtækið OpenAi hóf gagnmálsókn gegn Elon Musk í gær og hefur beðið alríkisdómara í Norður-Kaliforníu um að stöðva Musk frá því að beita frekari ólögmætum og ósanngjörnum aðgerðum gegn fyrirtækinu.

Elon Musk og Sam Altman stofnuðu OpenAI árið 2015 en Musk hætti hjá fyrirtækinu áður en það varð frægt í tækniheiminum.

Á vef Reuters segir að Musk, sem stofnaði sitt eigið gervigreindarfyrirtæki, xAI, árið 2023, hafi reynt að koma í veg fyrir að OpenAI verði arðbært. Fyrirtækið, sem framleiddi meðal annars ChatGPT, hefur þá sakað Musk um áreiti.

OpenAI stefnir að 40 milljarða dala fjármögnun en til að ná því markmiði þarf fyrirtækið að ljúka endurskipulagningarferli sínu fyrir árslok.

„Elon Musk hefur sent út fréttaárásir til meira en 200 milljóna fylgjenda hans og efnt til illgjarnra herferða gegn fyrirtækinu. Hann hefur beitt lagalegu áreiti gegn félaginu og reynt að gera allt sem hann getur til að skaða OpenAI,“ segir í kæru frá fyrirtækinu gegn Musk.