Við verðum fyrstir í heiminum til að bjóða upp á þessa tegund af svefnklefum,“ segir Sverrir Guðmundsson sem, ásamt Helga Ólafssyni, hyggst opna hostel nærri miðbæ Reykjavíkur í lok júnímánaðar. Það mun bera nafnið Galaxy Pod Hostel og verð­ur með svefnpláss fyrir sjötíu gesti í átta herbergjum. Hostelið verður á Laugavegi 170.

Ekki verður um hefðbundið hostel að ræða. „Við kaupum sérstaka svefnklefa frá Kína sem eru vel útbúnir og hafa að geyma ýmsa aukahluti. Það eru nokkrar ljósastillingar, hilla, spegill, rafmagnstengingar og svo stefnum við að því að setja snertiskjá eða sjónvarp inn í hvern klefa. Þarna verður mikill lúxus og boðið upp á mjög góðar dýnur,“ útskýrir Sverrir. Hins vegar verður ekki aðeins boðið upp á gistingu í svefnklefunum, því einnig verða til staðar tvöfaldar kojur fyrir pör og verða þær sex talsins.

Nánar er fjallð um málið nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem má nálgast hér .