David Martin, annar eigandi og stofnandi M Worldwide, býr í London en hefur verið mikið á Íslandi allt frá árinu 2005 enda hefur fyrirtækið verið mjög fjölmörg verkefni hérlendis.

David Martin, annar eigandi og stofnandi M Worldwide, býr í London en hefur verið mikið á Íslandi allt frá árinu 2005 enda hefur fyrirtækið verið mjög fjölmörg verkefni hérlendis.

David segir að í stuttu máli sérhæfi M Worldwide sig að að þróa upplifun viðskiptavina og endurhanna rými. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að búa til eftirminnilega upplifun fyrir viðskiptavininn.

„Neytendur eru ekki lengur bara að kaupa allt sem þeim dettur í hug þegar þeim dettur það í hug heldur skiptir upplifun sífellt meira máli. „Þegar heimsfaraldurinn reið yfir fengum við öll áminningu um það hvað mannleg samskipti eru mikilvæg — hvað það er mikilvægt að geta sem dæmi farið á veitingastað og í matvöruverslun. Þrátt fyrir aukna netverslun þá er maðurinn félagsvera sem vill fara út og hitta fólk.“

Viðskiptavinir M Worldwide eru oftar en ekki fyrirtæki sem reka útibú, sem hluta af sinni kjarnastarfsemi. Fyrir slík fyrirtæki er endurhönnun rýma mikilvæg til að vera í takt við tímann og tíðarandann.

„Verslanir, veitingastaðir og hverskyns fyrirtæki vilji veita viðskiptavinum sínum upplifun,“ segir David. „Það er því okkar hlutverk að skilja viðskiptavininn. Skilja hvað fólk vill og hvað það þarf. Við getum auðvitað ekki séð framtíðina fyrir en við getum spáð fyrir um hana og við reynum að gera það. Hugsa fram í tímann og gefa viðskiptavinunum það sem þeir vilja. Þegar við leggjum til breytingar þá skiptir fjárhagslegur ávinningur fyrirtækja miklu máli. Fyrir okkur skiptir það lykilmáli að hægt sé að mæla árangurinn af okkar vinna með tölulegum gögnum og bættri afkomu en ekki bara huglægum áhrifum.“

Breytingarnar í Kringlunni

Eins og áður sagði segir David Íslendinga opna fyrir hverskonar breytingum og nýjungum. Hann segir að þetta hafi sýnt sig í vinnu hans hér á landi í gegnum tíðina.

„Við höfum til dæmi verið að vinna mikið með Kringlunni í því að breyta þriðju hæðinni,“ segir hann. „Hluti af þeirri vinnu var að reyna að skilja sögu Kringlunnar í ljósi þess að hún opnaði árið 1987. Það hefur svo margt breyst síðan þá. Á þeim tíma kom fólk í Kringluna til þess að sjá það nýjasta sem var að gerast í tískunni, sýna sig og sjá aðra og sjálfsögðu til að verja sig gegn veðri og vindum á meðan verslað var.“

David segir að enn fjöldi verslana í Kringlunni en þriðja hæðin sé frekar helguð afþreyingu fyrir viðskiptavini, þar sem finna megi veitingastaði og skemmtun fyrir börn og fullorðna.

„Neytendur og samband þeirra við verslunarmiðstöðvar um allan heim hefur breyst með tímanum. Margar verslunarmiðstöðvar, þar á meðal Kringlan, hafa þurft að þróast í takt breytta hegðun viðskiptavina,“ segir David og bætir við að hann telji að vel hafi tekist til í Kringlunni.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Stemmning og góð þjónusta

Spurður hvort að örar tæknibreytingar hafi mikil áhrif á hans vinnu segir David svo vera. „Sums staðar er tæknin það sem fólk þarf og sums staðar er gott að blanda saman fortíð og framtíð, tækninni og  einfaldleikanum,“ segir hann og nefnir dæmi um hvað góð stemmning og þjónusta getur skipt miklu máli í verslun.

„Ég átti leið um Hafnarfjörð á dögunum, þar sem ég rambaði á verslun, sem var einfaldlega frábær,“ segir David. „Þetta var kjötverslunin Kjötkompaníið. Mennirnir á bakvið kjötborðið voru óaðfinnanlega klæddir og þjónustan var frábær. Þeir spjölluðu við konuna sem var fyrir framan mig í röðinni á meðan þeir pökkuðu kjötinu hennar í pappír og bundu slaufu fyrir, verslunin ilmaði af nýsteiktum kartöflum og í hátölurunum ómaði klassísk tónlist. Þetta var æðisleg upplifun fyrir mig.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.