Kvikmyndin Joker: Folie á Deux skilaði aðeins 40 milljónum dala í miðasölu á opnunarhelgi sinni í Bandaríkjunum. Hóflegar spár höfðu gert ráð fyrir að myndin myndi að minnsta kosti skila inn 50 til 60 milljónum dala.

Miðasalan var langt frá velgengni fyrri myndarinnar, sem þénaði 100 milljónir í miðasölu sína fyrstu helgi, og þénaði alls um milljarð dala um allan heim.

Kvikmyndin Joker: Folie á Deux skilaði aðeins 40 milljónum dala í miðasölu á opnunarhelgi sinni í Bandaríkjunum. Hóflegar spár höfðu gert ráð fyrir að myndin myndi að minnsta kosti skila inn 50 til 60 milljónum dala.

Miðasalan var langt frá velgengni fyrri myndarinnar, sem þénaði 100 milljónir í miðasölu sína fyrstu helgi, og þénaði alls um milljarð dala um allan heim.

Joaquin Phoenix og Lady Gaga fara með aðalhlutverk í myndinni, sem fjallar um misheppnaða grínistann Arthur Fleck sem hittir Harley Quinn á Arkham-sjúkrahúsinu. Myndin, sem er að stórum hluta söngleikur, er úr smiðju Todd Phillips en hann er einnig leikstjóri fyrstu myndarinnar og leikstýrði líka Hangover-myndunum.

Joker: Folie á Deux hefur vægast sagt fengið hryllilega dóma og er með 33% á kvikmyndavefsíðunni Rotten Tomatoes. Aðdáendur virðast gagnrýna bæði söguþráð myndarinnar ásamt þeirri ákvörðun að gera myndina að söngleik.

Framleiðslukostnaður myndarinnar var rúmlega 200 milljónir dala, þrisvar sinnum meiri en upprunalega var gert ráð fyrir og þá eru ekki taldar með þær tugir milljóna sem Warner Bros. eyddi í markaðssetningu.

Talsmaður Warner Bros. viðurkenndi að kvikmyndin hefði ekki fengið viðbrögðin frá áhorfendum sem vonast var eftir. Ofan á það hafa hlutabréf fyrirtækisins lækkað um 26% undanfarið ár og hefur gengi þess lækkað um nær 7% undanfarna daga.

Warner Bros. naut ákveðinnar velgengni með Beetlejuise Beetlejuice, en aðrar myndir úr smiðju framleiðslufyrirtækisins á borð við Furiosa: A Mad Max Saga og hryllingsmyndirnar The Watchers og Trap hafa allar valdið vonbrigðum.