ORA GWM er vörumerki á íslenskum markaði sem stendur fyrir 100% rafknúna. Það er bílaumboðið Hekla sem er umboðsaðili ORA bílanna.

Þótt ORA sé nýtt vörumerki í Evrópu er framleiðandinn Great Wall Motor (GWM) hokinn af reynslu í bílaframleiðslu.

Fyrirtækið GWM var stofnað árið 1984 og er einn elsti og stærsti kínverski bílaframleiðandinn, hjá fyrirtækinu starfa um 78.000 manns.

GWM hefur verið leiðandi í sölu í Kína á jeppum og jepplingum í 11 ár og á pallbílum í 23 ár. Árið 2021 seldi GWM 1,28 milljónir ökutækja í yfir 60 löndum. Næstu fimm ár mun Great Wall Motor fjárfesta fyrir 13 milljarða evra í rannsóknir og þróun (R&D).

ORA 300 PRO er fyrsti bíllinn sem kemur til landsins frá ORA GWM. Bíllinn er nettur fólksbíll með 310 km drægni samkvæmt WLTP staðlinum.

Hann er með 48 kW rafhlöðu og framhjóladrifinn. Bíllinn er 8,3 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Verð á bílnum hjá Heklu er frá 4.790.000 kr.

Nánar er fjallað um ORA í Bílum, bílablaði Viðskiptablaðsins, sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.