Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle hagnaðist um 1,74 milljarða dala, eða sem nemur 250 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði félagið 1,25 milljörðum dala á sama tímabili í fyrra.

Velta félagsins nam 12,3 milljörðum dala á fjórðungnum og jókst um 18% á milli ára. Tekjurnar voru rúmlega 200 milljónum dala meiri en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu búist við.

70% af tekjum félagsins á fjórðungnum komu í gegnum skýjaþjónustu, eða sem nemur 8,6 milljörðum dala.