Or­bis Medicines, sem Novo Holdings, móðurfélag Novo Nor­disk, stofnaði árið 2021, lauk nýverið við 90 milljóna evra fjár­mögnunar­lotu sem sam­svarar um 13 milljörðum ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt danska við­skipta­miðlinum Børsen vinnur líftækni­fyrir­tækið að því að breyta lyfja­gjöf fyrir fólk með króníska sjúk­dóma.

Líftækni­fyrir­tækið mun nýta féð úr síðustu fjár­mögnunar­lotu til að vinna að því að breyta lyfjum sem fólk með króníska sjúk­dóma þarf að sprauta í æð eða vöðva yfir í töflu­form.

Sam­hliða til­kynningunni um fjár­mögnunina greinir félagið frá því að Mor­ten Grauga­ard, stjórnar­maður til þriggja ára og fyrrum starfs­maður Novo Holdings, muni taka við sem for­stjóri Or­bis Medicines.

„Þetta var frábær fjár­mögnunar­lota og nú höfum við mögu­leikana á að skala upp þróun hjá okkur í von um að það sé hægt að hjálpa sjúklingum til lengri tíma með töflum fremur en sprautum,“ segir Grauga­ard.

New Enterprise Associa­tes leiddi fjár­mögnunar­lotuna en aðrir nýir fjár­festar í félaginu eru Lilly Ventures og Cor­morant. Novo Holdings og For­bion juku einnig við hluta­fé sitt í félaginu í hluta­fjáraukningunni.

Mads Lacoppida, yfir­maður líftæknifjár­festinga hjá fjár­festinga­sjóði danska ríkisins, segir allt stefna í að Or­bis muni gegna lykil­hlut­verki í að þróa næstu kynslóðar lyf fyrir fólk með króníska sjúk­dóma.

„Horfurnar eru þær að Or­bis takist að skapa nýtt viðmið í lyfjaþróun með einstöku efnatækninni sinni og notkun gervi­greindar. Þetta getur á endanum bjargað manns­lífum og bætt lífs­skil­yrði þeirra sem þurfa á með­ferð að halda,“ segir Mads Lacoppidan.

En fjár­festingin snýst ekki ein­göngu um mögu­leika tækninnar:

„Sögu­lega séð hefur Dan­mörk og Evrópa átt í erfið­leikum með að fram­kvæma stórar vaxtar­fjár­mögnunar­um­ferðir, en það hefur verið aukin alþjóð­leg at­hygli á því að Dan­mörk sé að verða leiðandi miðstöð fyrir fjár­festingar í heil­brigðisþjónustu. Við vonum því líka að þessi fjár­festing geti stutt við jákvæða þróun á þessum markaði,“ út­skýrir Mads Lacoppidan.