Hávær orðrómur er á sveimi á íslenskum fjármálamarkaði um að búið sé að semja um sölu á íslenska lækningavörufyrirtækinu Kerecis til erlends fyrirtækis fyrir upp undir 160 milljarða króna. Búist er við tilkynningu þess efnis í bráð.

Töluverð hækkun á hlutabréfaverði Sjóvá og VÍS í dag er rakin til væntinga um að fregna sé að vænta frá Kerecis en tryggingafélögin tvö eru bæði hluthafar fyrirtækisins. Hlutabréf VÍS hækkuðu um 5,9% í viðskiptum dagsins og Sjóvár um 4,5%.

Sjóvá bókfærði eignarhlut sinn í Kerecis á 1.150 milljónir króna og VÍS á 1.425 milljónir króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Sjóvá á 115.689 hluti í Kerecis eða yfir eitt prósent eignarhlut.

Hávær orðrómur er á sveimi á íslenskum fjármálamarkaði um að búið sé að semja um sölu á íslenska lækningavörufyrirtækinu Kerecis til erlends fyrirtækis fyrir upp undir 160 milljarða króna. Búist er við tilkynningu þess efnis í bráð.

Töluverð hækkun á hlutabréfaverði Sjóvá og VÍS í dag er rakin til væntinga um að fregna sé að vænta frá Kerecis en tryggingafélögin tvö eru bæði hluthafar fyrirtækisins. Hlutabréf VÍS hækkuðu um 5,9% í viðskiptum dagsins og Sjóvár um 4,5%.

Sjóvá bókfærði eignarhlut sinn í Kerecis á 1.150 milljónir króna og VÍS á 1.425 milljónir króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Sjóvá á 115.689 hluti í Kerecis eða yfir eitt prósent eignarhlut.

Kerecis, sem framleiðir sáraroð úr þorski á Ísafirði, lauk 60 milljóna dala hlutafjárútboði, eða sem nam um 8 milljörðum króna, fyrir rúmu ári síðan. Í útboðinu lagði Kirkbi, fjárfestingafélag Kristiansen-fjölskyldunnar, aðaleigenda Lego, til 40 milljónir dollara og eignaðist 6,8% hlut í Kerecis.

Fjármögnunin miðaði við að Kerecis væri 620 milljóna dollara virði, nærri 90 milljörðum króna. Útboðsgengið í hlutafjárútboðinu var 78,19 dalir á hlut.