Tryggingarfélögin risu hátt á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Gengi bréfa Vís hækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði, eða um 5,9% í 220 milljón króna viðskiptum. Þá hækkaði hlutabréfaverð Sjóvár um 4,5% í 470 milljón króna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Arion banka, en viðskipti með bréf bankans námu 1,7 milljörðum króna. Hækkaði hlutabréfaverðið um 1,75% og stendur nú í 145 krónum á hlut. Heildarvelta á markaðnum í dag nam 6,1 milljarði króna.

Tryggingarfélögin risu hátt á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Gengi bréfa Vís hækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði, eða um 5,9% í 220 milljón króna viðskiptum. Þá hækkaði hlutabréfaverð Sjóvár um 4,5% í 470 milljón króna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Arion banka, en viðskipti með bréf bankans námu 1,7 milljörðum króna. Hækkaði hlutabréfaverðið um 1,75% og stendur nú í 145 krónum á hlut. Heildarvelta á markaðnum í dag nam 6,1 milljarði króna.

Gengi bréfa Icelandair hækkaði um 5,24% í 1,1 milljarða króna viðskiptum. Dagslokagengi félagsins er 2,21 krónur á hlut og hefur ekki verið hærra frá því í febrúar 2022.

Félagið tilkynnti í dag að það hefði gengið frá samningum við Airbus um kaup á 25 Airbus vélum. Þá birti félagið einnig tölur um fjölda farþega í júní. Þar kom m.a. fram að rúmlega 20% fleiri hefðu ferðast með félaginu í mánuðinum miðað við á sama tíma í fyrra.

Á First North markaðnum hækkaði gengi bréfa Play um 5,15% í 144 milljón króna viðskiptum. Hlutabréfaverð félagsins stendur nú í 14,3 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra frá því í janúar á þessu ári.