Taívanska félagið TSMC, stærsti örgjörvaframleiðandi heims, hyggst byggja sína aðra örgjörvaverksmiðju í Arizona í Bandaríkjunum fyrir um 40 milljarða dollara.
Félagið hefur boðað aukna framleiðslu í Bandaríkjunum eftir hvatningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta.
Bandaríkjamenn óttast útþenslustefnu Kína gagnvart Taívan og þau víðtæku áhrif sem stöðvun á útflutningi eða framleiðslu örgjörva TSMC í Taívan gæti haft í för með sér.