Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur sett nýja íslenska hugbúnaðarlausn á markað sem kallast Rúna launavakt.

Rúna veitir fyrirtækjum nýjustu launaupplýsingar fyrir íslenskan vinnumarkað á aðgengilegan og skiljanlegan hátt, að því er segir í fréttatilkynningu. Origo segir að lausnin muni umbylta launasamtölum á Íslandi.

Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur sett nýja íslenska hugbúnaðarlausn á markað sem kallast Rúna launavakt.

Rúna veitir fyrirtækjum nýjustu launaupplýsingar fyrir íslenskan vinnumarkað á aðgengilegan og skiljanlegan hátt, að því er segir í fréttatilkynningu. Origo segir að lausnin muni umbylta launasamtölum á Íslandi.

„Launasamtöl eins og völundarhús“

Origo segir að mannauðsstjórar og atvinnurekendur hafi lengi talað um skort á áreiðanlegum launagögnum. Þau gögn sem eru til staðar, eins og í gegnum launakannanir, séu fljót að verða úrelt eða gefa ekki nægilega skýra mynd vegna of lítils úrtaks.

„Rúna launavakt leysir þetta vandamál. Öll fyrirtæki sem eru skráð í Rúnu deila órekjanlegum launagögnum með hugbúnaðarlausninni. Þannig myndast stór nafnlaus gagnabanki sem flokkar öll launagögn niður á starfsflokka (ÍSTARF95) svo auðvelt sé að bera saman laun eftir söðugildum og atvinnuvegum.“

Gagnabanki Rúnu uppfærist mánaðarlega til tryggja að öll launagögn séu eins ný og áreiðanleg og kostur er á.

„Margir stjórnendur hafa lýst launasamtölum eins og völundarhúsi. Þá skortir áreiðanlegri upplýsingar um meðallaun fyrir sambærileg störf á markaðnum,” segir Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Rúnu launavakt.

„Með Rúnu launavakt geta fyrirtæki nýtt sér ferskar og áreiðanlegar launaupplýsingar til að geta boðið samkeppnishæf laun og minnkað starfsmannaveltu. Við teljum að Rúna sé íslenskt hugvit sem muni umbylta launaumræðu og launasamtölum á Íslandi.“