Norska fé­lagið Pearl Group hefur fest kaup á App­licon, dóttur­fé­lagi Origo í Sví­þjóð og jafn­framt á SAP við­skipta- og banka­lausnum Origo á Ís­landi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Origo.

App­licon er fjár­tækni­fyrir­tæki sem sér­hæfir sig í þjónustu við banka og fjár­mála­stofnanir. Í til­kynningu Origo segir að sér­hæfing SAP og banka­lausna­t­eymis Origo á Ís­landi felist í þjónustu við mörg flóknustu og öflugustu fyrir­tæki landsins.

Norska fé­lagið Pearl Group hefur fest kaup á App­licon, dóttur­fé­lagi Origo í Sví­þjóð og jafn­framt á SAP við­skipta- og banka­lausnum Origo á Ís­landi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Origo.

App­licon er fjár­tækni­fyrir­tæki sem sér­hæfir sig í þjónustu við banka og fjár­mála­stofnanir. Í til­kynningu Origo segir að sér­hæfing SAP og banka­lausna­t­eymis Origo á Ís­landi felist í þjónustu við mörg flóknustu og öflugustu fyrir­tæki landsins.

„Hér er tekið enn eitt mikil­vægt skref í þeirri veg­ferð sem Origo hefur verið á síðustu árin, sem er að skil­greina vel hvað felst í kjarna­starf­semi fé­lagsins, auka sjálf­stæði teyma og skerpa á fókus með það að mark­miði að há­marka árangur við­skipta­vina og virði hlut­hafa.

Með þessum við­skiptum myndast mikill og gagn­kvæmur á­vinningur allra sem að málinu koma; kaupanda og seljanda, starfs­manna og við­skipta­vina. Enn og aftur kemur í ljós hversu mikil verð­mæti geta orðið til í hug­verka­iðnaði á Ís­landi og á­nægju­legt að Origo nái enn á ný að fanga at­hygli leiðandi al­þjóð­legra aðila á þeim lausnum og traustu við­skipta­sam­böndum sem hér hafa byggst upp.

Mark­mið Origo er að hjálpa ís­lenskum fyrir­tækjum og stofnunum að ná há­marks árangri með hag­nýtingu upp­lýsinga­tækni. Við munum á­fram leggja á­herslu á þróun og sölu eigin lausna á sviði við­skipta­hug­búnaðar, hag­nýtingu gagna og gervi­greindar og rekstur öruggra upp­lýsinga­kerfa með það mark­mið að leiðar­ljósi,“ segir Ari Daníels­son, for­stjóri Origo.

Samkvæmt tilkynningu er Pearl-sam­stæðan stærsti sam­starfs­aðili SAP á Norður­löndum og saman­stendur af 400 ráð­gjöfum og sér­fræðingum. Mörg af helstu stór­fyrir­tækjum Norður­landanna eru á meðal við­skipta­vina Pearl, sem er nú með starf­semi í 7 löndum.

„Það er afar á­nægju­legt fyrir okkur að geta greint frá þessum við­skiptum. Origo og App­licon hafa í gegnum tíðina náð að byggja upp sterk lang­tíma­við­skipta­sam­bönd með því að veita fyrsta flokks þjónustu á sínum markaðs­svæðum. Það sama gerir Pearl. Við munum hér eftir vinna í sam­einingu að því mark­miði að efla enn frekar þjónustu okkar, menningu og við­skipta­sam­bönd, bæði gagn­vart nú­verandi við­skipta­vinum og nýjum“, segir Trond Skjellerud, for­stjóri Pearl Group.

Ingi­mar Bjarna­son verður fram­kvæmda­stjóri hins nýja fé­lags, Pearl Iceland ehf., og tekur sæti í stjórn­enda­t­eymi norska móður­fé­lagsins. Ingi­mar hefur gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra hug­búnaðar­lausna Origo og hefur langa reynslu á sviði við­skipta- og banka­lausna hjá Origo og App­licon.

„Þetta er afar á­huga­vert tæki­færi fyrir okkar við­skipta­vini og starfs­menn. Það er sterkur og reynslu­mikill hópur starfs­fólks sem tekur nú þátt í á­fram­haldandi vaxtar­ferli Pearl og gerir fyrir­tækið enn öflugra á sínu sviði. Við munum ein­beita okkur að því að veita við­skipta­vinum okkar fyrsta flokks þjónustu á sviði SAP við­skipta- og banka­lausna, á Ís­landi og á al­þjóð­legum vett­vangi og nú með sterkan nor­rænan bak­hjarl og einnig með sterkan nor­rænan bak­hjarl og eig­anda“, segir Ingi­mar Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri hug­búnaðar­lausna Origo.

Breytingin tekur gildi 1. októ­ber nk. en þeir rúm­lega 30 starfs­menn sem til­heyra ís­lensku starf­seminni munu frá og með þeim tíma halda á­fram að þjónusta við­skipta­vini sína hér á landi undir merkjum Pearl.