Ari Daníelsson, forstjóri Origo, segir að skipulagsbreytingar sem taka gildi um mánaðarmótin sé stór áfangi í vegferð sem stjórnendur fyrirtækisins hófu upprunalega fyrir nokkrum árum.

Ari Daníelsson, forstjóri Origo, segir að skipulagsbreytingar sem taka gildi um mánaðarmótin sé stór áfangi í vegferð sem stjórnendur fyrirtækisins hófu upprunalega fyrir nokkrum árum.

Haustið 2022 seldi Origo eignarhlut sinn í hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo, en í desember sama ár barst yfirtökutilboð frá framtakssjóði í rekstri Alfa Framtaks og vorið 2023 var Origo afskráð úr Kauphöllinni. Nýir eigendur og stjórnendur höfðu þá séð fjölmörg tækifæri í rekstrinum.

„Inni í félaginu voru mörg öflug teymi, margar vörur sem hafði verið steypt undir þennan hatt sem Origo var orðið eftir ýmsa samruna og yfirtökur í yfir tíu ár. Okkar vegferð fram að þeim tímapunkti var í raun að gefa þessum teymum aukið sjálfstæði, skýrari ábyrgð og vegferð,“ segir Ari.

Stór skref í þessa átt höfðu þegar verið tekin en sem dæmi hafði Origo byggt upp netöryggisfyrirtækið Syndis sem sjálfstætt félag, heilbrigðislausna armur Origo var fluttur í félagið Helix, og ferðalausnir Origo voru seldar inn í félagið Flekaskil.

„Okkur finnst þetta náttúrulegt og eðlilegt skref í þessari vegferð. Þá verður Skyggnir eignarhaldsfélag sá aðili sem talar til fjármagnsmarkaðar, til viðskiptalífsins og til mögulegra fjárfesta og samstarfsaðila, á meðan rekstrarfélögin sem skipta okkur langmestu máli tala við viðskiptavini, tala við birgja og tala við samfélagið sem þau eru að þjóna,“ segir Ari.

Tilgangur Skyggnis er að fara með eignarhald yfir félögum sem heyrðu áður undir Origo, hjálpa þeim að vaxa og sjá tækifæri í samstarfi milli hvers annars eða við önnur félög og fjárfesta.

„Við sjáum hreinlega hvers konar kraftar geta leyst úr læðingi þegar sterkur hópur af fólki sameinast utan um ákveðið afmarkað markmið og myndar sér skýra sögu og afmarkaða stefnu. Skilaboðin út til viðskiptavina verða skýr, sem og skilaboðin inn á við til starfsmanna,“ segir Ari.

Nánar er rætt við Ara í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.