Orkan hefur gert samstarfssamning við Vodafone um alhliða þjónustu í fjarskiptum. Orkan er með 71 þjónustustöð hringinn í kringum landið og að sögn Auðar Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar mun samstarfið styrkja þjónustu fyrirtækisins til viðskiptavina þess.
,,Við erum einstaklega glöð að fara í samstarf með Vodafone þar sem þau hafa mikla reynslu í fjarskiptum. Með öflugu 5G sambandi sjáum við tækifæri á að koma Orkunni úr landlínum yfir í framtíðina með hagkvæmum hætti,” segir Auður.,
Vodafone segir það einnig mikið ánægjuefni að fá Orkuna til samstarfs við fyrirtækið.
,,Öruggur netrekstur ásamt öflugum samskiptalausnum er lykilþáttur í rekstri fyrirtækja. Orkan er með víðfeðma starfsemi og skiptir máli að fyrirtækið sé vel tengt um allt land og hafi sífellt aðgengi að tækniþjónustu Vodafone allan sólarhringinn,“ segir Trausti Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Vodafone.