Orkuveitan í samstarfi við KPMG hefur sett í loftið útboð á Evrópska efnahagssvæðinu á borun á allt að 35 rannsóknar- og vatnstökuholum á næstu fjórum árum. Bora á eftir heitu vatni fyrir stækkandi byggðir en einnig verða boraðar holur til rannsókna á nýjum svæðum til frekari orku- og vatnsöflunar.

Orkuveitan segir að með langtíma áætlun telji félagið að hægt sé að ná fram enn meiri hagkvæmni við boranir. Stærðargráða útboðsins leggi grundvöll að fjárfestingu verktaka í rafmagnsbor en fáir slíkir borar séu nú tiltækir.

Orkuveitan í samstarfi við KPMG hefur sett í loftið útboð á Evrópska efnahagssvæðinu á borun á allt að 35 rannsóknar- og vatnstökuholum á næstu fjórum árum. Bora á eftir heitu vatni fyrir stækkandi byggðir en einnig verða boraðar holur til rannsókna á nýjum svæðum til frekari orku- og vatnsöflunar.

Orkuveitan segir að með langtíma áætlun telji félagið að hægt sé að ná fram enn meiri hagkvæmni við boranir. Stærðargráða útboðsins leggi grundvöll að fjárfestingu verktaka í rafmagnsbor en fáir slíkir borar séu nú tiltækir.

„Snýst um að breyta framleiðsluaðferðum, samgöngum, almennum lifnaðarháttum“

Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar segir í tilkynningu að þetta sé risa stórt skref í orkuöflun endurspegla nýja framtíðarsýn fyrirtækisins. Þar sé lögð áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, samstarf og framtíðarhugsun með hag samfélagsins og viðskiptavina að leiðarljósi.

„Við hjá Orkuveitunni finnum fyrir mikilli ásókn í okkar orku og erum að vinna markvisst að því að auka framleiðslu á endurnýjanlegri orku í átt að kolefnishlutlausri framtíð. Með þessu útboði erum við einnig að styðja við vaxandi samfélög, heimili og atvinnulíf. Stærðargráðan á útboðinu er staðfesting á því að við ætlum okkur að auka hér framboð á orku verulega á næstu árum,“ segir Sævar Freyr.

Þá segir Sævar orkuskiptin vera eitt allra stærsta og mikilvægasta verkefnið sem samfélagið stendur frammi fyrir.

„Þetta snýst um að breyta framleiðsluaðferðum, samgöngum, almennum lifnaðarháttum og finna nýjar leiðir til að hreyfa samfélög áfram til meiri árangurs, í sátt við náttúruna.“

Hann segir Orkuveituna taka hlutverk sitt sem lykilaðila á íslenskum orkumarkaði alvarlega og bætir við að það þurfi bæði framsýni og nýsköpun til þess að ná árangri í umhverfismálum

Haft er eftir Sólrúnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastýru Veitna, að um sé að ræða stærsta útboð fyrirtækisins á borframkvæmdum á síðari árum.